fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Henderson vill burt – Tveir spennandi kostir koma til greina

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. maí 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson vill fara frá Ajax í sumar ef marka má hollenska miðla og virðast tvö félög einna helst koma til greina.

Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool hefur verið í eitt og hálft ár hjá Ajax, en þangað kom hann eftir stutta dvöl í Sádi-Arabíu. Hann var nálægt því að fara frá hollenska liðinu í janúar en allt kom fyrir ekki.

Nú gæti það raungerst og gæti endurkoma Henderson í ensku úrvalsdeildina verið í kortunum. Hans fyrrum félag Sunderland komst nefnilega upp í ensku úrvalsdeildina á dögunum og ku hann vera spenntur fyrir að spila með því þar.

Þá hefur Rangers einnig áhuga, en hans fyrrum stjóri hjá Al-Ettifaq, Steven Gerrard, er orðaður við stjórastöðuna þar. Gerrard hefur áður stýrt skoska stórliðinu.

Henderson, sem er 34 ára gamall, á ár eftir af samningi sínum við Ajax og að öllu óbreyttu þyrfti því að kaupa hann þaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eigandi Celtic sendir kaldar kveðjur á Brendan Rodgers – Sjálfselskur og sundrandi

Eigandi Celtic sendir kaldar kveðjur á Brendan Rodgers – Sjálfselskur og sundrandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Orri Hjaltalín ráðinn til starfa hjá Víking

Orri Hjaltalín ráðinn til starfa hjá Víking