Eins og greint hefur verið frá var ekið á hóp fólks þegar mikill fögnuður stóð yfir í Liverpool á Englandi til að fagna meistaratitli fótboltafélagsins sem er samnefnt borginni.
Breskir fjölmiðlar greina frá því að 53 ára hvítur, breskur karlmaður sem er frá Liverpool-svæðinu hafi verið handtekinn vegna gruns um aðild að málinu ekki liggur fyrir hvort hann ók bílnum. Lögregla hefur staðfest aldur og uppruna hins handtekna.
Liverpool FC. segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að félagið muni styðja við vinnu viðbragðsaðila í einu og öllu og hugur þess sé hjá þeim sem ekið var á.
We are in direct contact with Merseyside Police regarding the incident on Water Street which happened towards the end of the trophy parade earlier this evening.
Our thoughts and prayers are with those who have been affected by this serious incident.
We will continue to offer… pic.twitter.com/xreiSqiEnL
— Liverpool FC (@LFC) May 26, 2025
Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu margir eru slasaðir og þá hversu illa og hvort einhverjir eru látnir. Lögregla hefur beðið fólk að vera ekki með getgátur opinberlega um hvað manninum gekk til. Því hefur ranglega verið haldið fram á samfélagsmiðlum að hinn handtekni sé hælisleitandi en lögreglan á svæðinu hefur eins og áður segir staðfest í yfirlýsingu að maðurinn sé Breti og heimamaður, frá Liverpool-svæðinu í þokkabót.