fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Klopp hlær að sögusögnunum: ,,Þá getið þið fullyrt að það sé kjaftæði“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. maí 2025 20:30

Klopp var hrifinn af vetrarfríinu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp hefur staðfest það að hann sé ekki að snúa aftur í þjálfarastarf og hefur í raun engan áhuga á að gera það næstu árin.

Klopp er að starfa fyrir Red Bull fótboltakeðjuna í dag og er á bakvið tjöldin en hann var áður stjóri Liverpool og gerði flotta hluti.

Klopp hefur verið orðaður við Roma á Ítalíu undanfarið en það eru kjaftasögur að sögn Klopp sem er mættur aftur til Englands í heimsókn.

Þjóðverjinn virðist hafa engan áhuga á að þjálfa þessa stundina og er sáttur í því starfi sem hann sinnir í dag.

,,Ég sakna starfsins ekki ef ég á að vera 100 prósent hreinskilinn. Það sem þið lesið í blöðunum næstu tvö til þrjú árin – ef ég er orðaður við þjálfarastarf þá getið þið fullyrt að það sé kjaftæði,“ sagði Klopp.

,,Ég er ekki að fara til Roma. Ég fékk skilaboð í morgun þar sem mér var sagt að Róm væri góð borg og ég hugsaði bara með mér ‘Já? en ég hef heyrt það áður.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð