fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Voru í áfalli yfir sjónvarpinu í gær – „Gagnslaust drasl“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. maí 2025 09:30

Piers Morgan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að úrslitaleikur Evrópudeildarinnar milli Tottenham og Manchester United í gær hafi ekki verið nein flugeldasýning.

Tottenham vann leikinn 1-0 með marki Brennan Johnson. Fer liðið þar með í Meistaradeildina á næstu leiktíð, þrátt fyrir að vera í 17. sæti í ensku úrvalsdeildinni. United er aðeins sæti ofar og var því mikið undir í gær.

Leikurinn bar þess merki að þarna væru lið í tómu brasi með mikið undir að mætast. Gæðin voru alls ekki mikil og skapaðist umræða um það á samfélagsmiðlum.

„Þetta hlýtur að vera gæðaminnsti úrslitaleikur í sögu Evrópukeppna. Þetta er sláandi. Og annað af þessu gagnslausa drasli fer í Meistaradeildina á næstu leiktíð,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan til að mynda.

Michael Owen, fyrrum leikmaður United, Liverpool og fleiri liða, var einnig á meðal þeirra sem lögðu orð í belg. „Ég trúi ekki hversu lélegur fótboltaleikur þetta er. Hvorugt liðið getur tengt saman þrjár sendingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna

Biðlar til fólks að steypa sér ekki í skuldir með för til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina
433Sport
Í gær

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar
433Sport
Í gær

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin

Amorim sagður ætla að koma í veg fyrir skiptin