Til að reyna að byggja upp nýtt lið setur Manchester United það í forgang að selja Marcus Rashford, Antony og Jadon Sancho í sumar.
Allir eru á láni hjá öðrum félögum og segir Manchester Evening News að enginn hjá United vilji fá þá aftur.
United vill 40 milljónir punda fyrir Rashford sem er á láni hjá Aston Villa, United vill 32,5 milljónir punda fyrir Antony sem er á láni hjá Real Betis.
Chelsea getur svo keypt Sancho á 25 milljónir punda en ef félagið gerir það ekki þarf það að borga 5 milljónir punda til að skila honum.
Staðarblaðið í Manchester segir einnig að forráðamenn United hafi gefist upp á Rasmus Hojlund og vilji selja hann í sumar til að fá Liam Delap inn frá Ipswich.
Þá er vitað að Christian Eriksen, Victor Lindelöf og Jonny Evans fari í sumar þegar samningar þeirra eru á enda.