Ruben Amorim stjóri Manchester United er með 100 milljónir punda í leikmannakaup fyrir sumarið. Guardian segir frá þessu.
Þrátt fyrir að hafa misst af sæti í Meistaradeildinni í gær getur félgið tekið upp veskið.
Guardian segir að niðurskurður Sir Jim Ratcliffe hjá félaginu sé stór ástæða þess að hægt er að fara á markaðinn.
Búist er við að þessar 100 milljónir punda fari í Matheus Cunha og Liam Delap sem báðir eru mikið orðaðir við félagið.
Hægt er svo að fjármagna frekari kaup með sölum en talið er að félagið vilji meðal annars selja Alejandro Garnacho í sumar auk fleiri leikmanna.