Manchester City ætlar sér í slag við Liverpool um Milos Kerkez vinstri bakvörð Bournemouth sem er eftirsóttur.
Liverpool vill fá Kerkez til að berjast við Andy Robertson um stöðu vinstri bakvarðar.
Nú vill Pep Guardiola vera með í leiknum og reyna að fá Kerkez í raðir City í sumar.
Talið er að vinstri bakvörðurinn frá Ungverjalandi kosti 45 milljónir punda en hann hefur verið öflugur í vetur.
Arne Slot vill fá Kerkez til Liverpool en hann er að fá Jeremie Frimpong sem hægri bakvörð og er stórhuga á markaðnum.