Þór tapaði sínum fyrsta leik í Lengjudeild karla í dag er liðið mætti Keflavík í ansi fjörugum leik.
Keflavík er komið á toppinn eftir þennan 4-2 sigur á útivelli en gæti misst það sæti síðar í kvöld ef Þróttur vinnur Grindavík.
Fyrri hálfleikurinn í dag var afskaplega fjörugur en þar voru heil fimm mörk skoruð og leiddi Keflavík 4-1 eftir hálfleikinn.
Ingimar Arnar Kristjánsson lagaði stöðuna fyrir Þór í seinni hálfleik sem dugði alls ekki til og flottur sigur Keflvíkinga staðreynd.
Keflavík er með sex leiki eftir fyrstu þrjá leikina en Þór er með fjögur eftir tapið.
Gabríel Aron Sævarsson stelur fyrirsögnunum að þessu sinni en hann skoraði þrennu fyrir gerstina og átti virkilega góðan leik.