Christopher Nkunku framherji Chelsea er óvænt orðaður við Liverpool og er sagður á lista félagsins fyrir sóknarmenn í sumar.
Nkunku hefur spilað 56 leiki fyrir Chelsea og skorað í þeim 17 mörk.
Nkunku hefur hins vegar ekki fundið taktinn hjá Chelsea og er til sölu í sumar. Hann kostaði 52 milljónir punda þegar hann kom frá RB Leipzig.
Nkunku var orðaður við Manchester United í janúar en fór ekki neitt, núna segir Foot Mercato að Liverpool hafi áhuga.
Líkur eru á að Diogo Jota og Darwin Nunez fari frá Liverpool í sumar og því má búast við því að Arne Slot reyni að fá inn sóknarmann.