fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. maí 2025 20:04

Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

KR tók á móti ÍBV í Laugardalnum í áhugaverðum Bestu deildarslag. Atli Sigurjónsson kom Vesturbæingum yfir eftir hálftíma leik en skömmu síðar jafnaði Oliver Heiðarsson fyrir Eyjamenn. Staðan í hálfleik var 1-1.

Heimemenn leituðu að marki frá því flautað var til leiks á ný en það var hins vegar Hermann Þór Ragnarsson sem kom ÍBV yfir á 64. mínútu. Guðmundur Andri Tryggvason jafnaði nokkrum mínútum síðar og spennandi lokakafli framundan.

Þar höfðu nýliðar ÍBV betur, en Omar Sowe kom þeim yfir á 81. mínútu áður en Oliver skoraði sitt annað mark til að gulltryggja 2-4 sigur.

ÍA tók þá á móti hinum nýliðum Bestu deildarinnar í Aftureldingu og unnu gestirnir frábæran 0-1 sigur með marki Arons Jóhannssonar eftir um klukkutíma leik.

Loks vann Keflavík 5-2 sigur á Víkingi Ólafsvík á heimavelli. Muhamed Al Ghoul gerði þrennu í leiknum en Ari Steinn Guðmundsson og Kári Sigfússon gerðu sitt hvort markið fyrir heimamenn. Luis Romero og Kwame Quee gerðu mörk Ólsara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður