Það voru óvænt úrslit á boðstólnum í ensku úrvalsdeildinni í dag en þremur leikjum var nú að ljúka.
Manchester United tapaði 2-0 heima gegn West Ham og situr nú í 16. sæti deildarinnar – fyrir neðan West Ham.
Tomas Soucek og Jarrod Bowen sáu um að tryggja West Ham sigur í leik sem skipti þó litlu máli fyrir bæði lkið.
Nottingham Forest missteig sig í Meistaradeildarbaráttu en liðið gerði 2-2 jafntefli heima við Leicester sem er fallið.
Tottenham tapaði þá einnig 0-2 heima gegn Crystal Palace þar sem Eberechi Eze gerði bæði mörk gestaliðsins.