Arne Slot, stjóri Liverpool, segir að hann og félagið hafi gert allt til að halda Trent Alexander Arnold hjá félaginu.
Trent hefur ákveðið að yfirgefa Liverpool eftir að hafa spilað með liðinu allan sinn feril og er á leið til Real Madrid.
Margir eru óánægðir með ákvörðun Trent því hann fer frítt til Real – samningur hans rennur út í sumar.
Slot segist hafa viljað halda bakverðinum en hann var mjög ákveðinn í að kveðja uppdeldisfélagið í sumar.
,,Trent er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti til að yfirgefa þetta einstaka félag,“ sagði Slot.
,,Við gerðum allt sem við gátum til að halda honum en svo þurfum við bara að samþykkja hans ákvörðun.“