fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433

Frábær byrjun Þróttar en Valur er í vanda – Berglind Björg með þrennu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 20:03

Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í kvöld.

Valur tók á móti Þrótti í stórleik og kom Lillý Rut Hlynsdóttir heimakonum eftir eftir stundarfjórðung. Þórdís Elva Ágústsdóttir náði þó að svara fyrir gestina og var jafnt í hálfleik.

Snemma í seinni hálfleik kom Freyja Karín Þorvarðardóttir Þrótti yfir og María Eva Eyjólfsdóttir innsiglaði sigur liðsins á 80. mínútu. Frábær byrjun Þróttara á Íslandsmótinu en Valskonur eru í vandræðum.

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu þá sannfærandi sigur á Tindastóli fyrir norðan. Birgitta Rún Finnbogadóttir kom heimakonum yfir en við tók sýning frá Blikum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði tvö mörk en Birta Georgsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir eitt.

Loks vann Þór/KA 2-5 sigur á FHL fyrir austan þar sem Sandra María Jessen skoraði þrennu. Sonja Björg Sigurðardóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir gerðu sitt hvort markið fyrir gestina en Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir og Aida Kardovic gerðu mörk FHL.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri

Guardiola með slæmar fréttir af Rodri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig eftir að ástmaður hennar í blóma lífsins lést í hræðilegu slysi fyrir helgi – „Sem ég mun elska að eilífu“

Tjáir sig eftir að ástmaður hennar í blóma lífsins lést í hræðilegu slysi fyrir helgi – „Sem ég mun elska að eilífu“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn