Trent Alexander-Arnold tilkynnti í gær að hann væri á förum frá Liverpool með því að birta hjartnæmt myndband sem hefur fengið mikil viðbrögð.
Tíðindin höfðu legið í loftinu, en það þykir næsta víst að enski bakvörðurinn sé á leið til Real Madrid. Fer hann þangað frítt þar sem samningur hans á Anfield er að renna út og hann ákvað að framlengja hann ekki.
Erlendir miðlar vekja athygli á því að einn leikmaður Real Madrid, stórstjarnan Kylian Mbappe, hafi einmitt sett like við færslu Trent um að hann væri á förum. Það sem vekur enn meiri athygli er að Frakkinn dró það svo til baka.
Ekki er vitað hvers vegna, en það er að minnsta kosti nokkuð ljóst að Trent og Mbappe verði liðsfélagar á næstu leiktíð.