Troy Deeney, fyrrum leikmaður Watford, er alls enginn aðdáandi af því þegar leikmenn standa heiðursvörð fyrir andstæðing sinn.
Þetta er eitthvað sem Chelsea mun gera í dag er liðið spilar við Liverpool á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea er þar að sýna Liverpool virðingu en það síðarnefnda er nýbúið að tryggja sér enska meistaratitilinn.
,,Ég var aldrei í þeirri stöðu þar sem ég hefði átt að vera hluti af heiðursverði á mínum ferli,“ sagði Deeney.
,,Ef það hefði hins vegar gerst þá hefði ég einfaldlega neitað og staðið við það.“