Ruben Amorim hefur ekkert rætt við framherjann Viktor Gyokores um að koma til félagsins í sumar.
Amorim segir sjálfur frá en Gyokores vann með Amorim hjá Sporting í Portúgal áður en sá fyrrnefndi hélt til Englands.
Svíinn er orðaður við United í dag en það eru þó mörg önnur félög í Evrópu sem sýna honum áhuga.
,,Gyokores að koma hingað? Ég hef ekki rætt við hann. Ef leikmaður vill bara koma til Manchester United til að spila í Meistaradeildinni þá kemur hann ekki,“ sagði Amorim.
,,Við viljum leikmenn sem vilja klæðast treyju félagsins, ekki leikmenn sem vilja spila í ákveðnum keppnum.“