fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Chelsea vill kaupa enska landsliðsmanninn í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur mikinn áhuga á því að fá Morgan Rogers sóknarsinnaðan miðjumann Aston Villa í sínar raðir.

Rogers er 22 ára gamall og hefur verið frábær á þessu tímabili með Aston Villa.

Hann hefur komið sér inn í enska landsliðið en Rogers ólst upp hjá Manchester City en fór til Middlesbrough áður en Villa keypti hann.

Chelsea telur að Rogers hafi allt sem til þarf til að styrkja liðið og koma því aftur í fremstu röð.

Ólíklegt er að Villa sé tilbúið að selja sinn öflugasta leikmann en hann hefur reynst liðinu afar vel á þessu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar