fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 21:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er komið áfram í Evrópudeildinni eftir ótrúlegan leik við Lyon frá Frakklandi á Old Trafford.

Venjulegum leiktíma lauk með 2-2 jafntefli eins og í Frakklandi og var viðureignin því framlengd.

Allt stefndi í að Lyon myndi vinna framlenginguna eftir að hafa komist í 4-2 þegar 12 mínútur voru eftir.

United gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk á sjö mínútum og vann leikinn 5-4 á einhvern ótrúlegan hátt.

Harry Maguire sá um að skora sigurmarkið á 121. mínútu en Bruno Fernandes og Kobbie Mainoo höfðu annars komist á blað í framlengingunni.

Bodo/Glimt komst áfram á sama tíma eftir leik gegn Lazio en hann fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem þeir norsku höfðu betur.

Lazio vann leikinn 2-0 í venjulegum leiktíma líkt og Bodo gerði heima fyrir og bæði lið komust svo á blað í framlengingunni sem bauð upp á vítakeppnina þar sem Bodo vann.

Tottenham er einnig komið áfram eftir flottan sigur á Eintracht Frankfurt 1-0 en leikið var í Þýskalandi.

Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og komast þeir ensku í undanúrslit eftir vítaspyrnumark Dominic Solanke.

Athletic Bilbao fer sömu leið en liðið vann Rangers 2-0 heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina