fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Tóku Hólmar á teppið eftir hegðun hans í kvöld – „Þetta eru bara töffara stælar“

433
Mánudaginn 14. apríl 2025 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmar Örn Eyjólfsson var tekinn af lífi í Stúkunni á Stöð2 Sport fyrir þá ákvörðun sína að rífa Aron Þórð Albertsson niður í 3-3 jafntefli Vals og KR í kvöld.

Leikurinn var frábær skemmtun en Luke Rae opnaði markareikning kvöldsins með marki fyrir KR. Jónatan Ingi Jónsson jafnaði áður en Patrick Pedersen kom Val yfir með marki úr vítaspyrnu. Staðan 1-2 í hálfleik.

Jóhannes Kristinn Bjarnason jafnaði leikinn fyrir KR með geggjuðu marki áður en Pedersen virtist ætla að verða hetja liðsins með 2-3 markinu. Það var svo þegar langt var liðið á uppbótartíma sem Hólmar Örn Eyjólfsson braut af sér með því að rífa Aron Þórð niður og var rekinn af velli, Helgi Mikael dæmdi vítaspyrnu en brotið var fyrir utan teig.

Jóhannes Kristinn steig á punktinn og skoraði, 3-3 jafntefli niðurstaðan í mögnuðum leik.

„Hversu heimskulegt er þetta?,“ sagði Albert Brynjar Ingason á Stöð2 Sport eftir leikinn.

„ÞAð eru meiri líkur á því að þetta sé fyrir utan teig, Hólmar er að taka sénsinn. Þetta eru bara töffara stælar, halda áfram með einhvern kíting síðan áðan. Kláraðu leikinn og komdu með comment í andlitið þegar þú ert með þrjú stig,“ sagði Albert en Aron og Hólmar höfðu átt í rimmu skömmu áður og báðir fengið gult spjald.

Guðmundur Benediktsson var næstur á svið til að ræða málið. „Rosalega skrýtin ákvörðun, þetta er það skrýtin ákvörðun að þú átt skilið að fá á þig vítaspyrnu ef þetta er fyrir utan.“

Baldur Sigurðsson var á sömu línu. „Rándýrt hjá Hólmari að gera þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Í gær

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli