fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Tóku Hólmar á teppið eftir hegðun hans í kvöld – „Þetta eru bara töffara stælar“

433
Mánudaginn 14. apríl 2025 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmar Örn Eyjólfsson var tekinn af lífi í Stúkunni á Stöð2 Sport fyrir þá ákvörðun sína að rífa Aron Þórð Albertsson niður í 3-3 jafntefli Vals og KR í kvöld.

Leikurinn var frábær skemmtun en Luke Rae opnaði markareikning kvöldsins með marki fyrir KR. Jónatan Ingi Jónsson jafnaði áður en Patrick Pedersen kom Val yfir með marki úr vítaspyrnu. Staðan 1-2 í hálfleik.

Jóhannes Kristinn Bjarnason jafnaði leikinn fyrir KR með geggjuðu marki áður en Pedersen virtist ætla að verða hetja liðsins með 2-3 markinu. Það var svo þegar langt var liðið á uppbótartíma sem Hólmar Örn Eyjólfsson braut af sér með því að rífa Aron Þórð niður og var rekinn af velli, Helgi Mikael dæmdi vítaspyrnu en brotið var fyrir utan teig.

Jóhannes Kristinn steig á punktinn og skoraði, 3-3 jafntefli niðurstaðan í mögnuðum leik.

„Hversu heimskulegt er þetta?,“ sagði Albert Brynjar Ingason á Stöð2 Sport eftir leikinn.

„ÞAð eru meiri líkur á því að þetta sé fyrir utan teig, Hólmar er að taka sénsinn. Þetta eru bara töffara stælar, halda áfram með einhvern kíting síðan áðan. Kláraðu leikinn og komdu með comment í andlitið þegar þú ert með þrjú stig,“ sagði Albert en Aron og Hólmar höfðu átt í rimmu skömmu áður og báðir fengið gult spjald.

Guðmundur Benediktsson var næstur á svið til að ræða málið. „Rosalega skrýtin ákvörðun, þetta er það skrýtin ákvörðun að þú átt skilið að fá á þig vítaspyrnu ef þetta er fyrir utan.“

Baldur Sigurðsson var á sömu línu. „Rándýrt hjá Hólmari að gera þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins