fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Tóku Hólmar á teppið eftir hegðun hans í kvöld – „Þetta eru bara töffara stælar“

433
Mánudaginn 14. apríl 2025 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmar Örn Eyjólfsson var tekinn af lífi í Stúkunni á Stöð2 Sport fyrir þá ákvörðun sína að rífa Aron Þórð Albertsson niður í 3-3 jafntefli Vals og KR í kvöld.

Leikurinn var frábær skemmtun en Luke Rae opnaði markareikning kvöldsins með marki fyrir KR. Jónatan Ingi Jónsson jafnaði áður en Patrick Pedersen kom Val yfir með marki úr vítaspyrnu. Staðan 1-2 í hálfleik.

Jóhannes Kristinn Bjarnason jafnaði leikinn fyrir KR með geggjuðu marki áður en Pedersen virtist ætla að verða hetja liðsins með 2-3 markinu. Það var svo þegar langt var liðið á uppbótartíma sem Hólmar Örn Eyjólfsson braut af sér með því að rífa Aron Þórð niður og var rekinn af velli, Helgi Mikael dæmdi vítaspyrnu en brotið var fyrir utan teig.

Jóhannes Kristinn steig á punktinn og skoraði, 3-3 jafntefli niðurstaðan í mögnuðum leik.

„Hversu heimskulegt er þetta?,“ sagði Albert Brynjar Ingason á Stöð2 Sport eftir leikinn.

„ÞAð eru meiri líkur á því að þetta sé fyrir utan teig, Hólmar er að taka sénsinn. Þetta eru bara töffara stælar, halda áfram með einhvern kíting síðan áðan. Kláraðu leikinn og komdu með comment í andlitið þegar þú ert með þrjú stig,“ sagði Albert en Aron og Hólmar höfðu átt í rimmu skömmu áður og báðir fengið gult spjald.

Guðmundur Benediktsson var næstur á svið til að ræða málið. „Rosalega skrýtin ákvörðun, þetta er það skrýtin ákvörðun að þú átt skilið að fá á þig vítaspyrnu ef þetta er fyrir utan.“

Baldur Sigurðsson var á sömu línu. „Rándýrt hjá Hólmari að gera þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Í gær

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Í gær

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því