fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Steinda brugðið yfir ummælum Gumma Ben og lét hann heyra það í beinni – „Nei, Gummi! Þú getur ekki komið hérna inn og látið svona“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi, var allt annað en sáttur með spá Guðmundar Benediktssonar um að hans lið í Aftureldingu myndi falla úr Bestu deild karla í ár.

Afturelding er í efstu deild karla í fyrsta sinn og er Steindi Mosfellingur og mikill stuðningsmaður liðsins. Guðmundur mætti í heimsókn til Steinda, Auðuns Blöndal og Egils Einarssonar í FM95Blö í síðustu viku, degi áður en Besta deildin hófst.

Þar var spáð í spilin fyrir komandi leiktíð og taldi Guðmundur að nýliðar Aftureldingar færu niður aftur. Síðan eru þeir búnir að spila opnunarleik tímabilsins gegn Breiðabliki. Tapaðist hann 2-0 í Kópavoginum.

Í umræðunni um Bestu deildina lýsti Guðmundur yfir áhyggjum fyrir hönd Aftureldingar fyrir komandi leiktíð. „Erum við þá að tala um 5. – 7. sæti eða?“ spurði Steindi þá, en það er niðurstaða sem flestir Mosfellingar myndu líklega sætta sig við.

Guðmundur var þó fljótur að kippa leikaranum og grínistanum niður á jörðina. „Nei ég er að tala um að þið séuð að fara að falla.“

Steinda varð verulega brugðið við að heyra þetta. „Nei, Gummi! Þú getur ekki komið hérna inn og látið svona,“ sagði hann og benti síðar á að Afturelding hefði valtað yfir FH í æfingaleik í vetur.

„Það var í byrjun febrúar,“ sagði Guðmundur þá.

Allt var þetta auðvitað á afar léttum nótum en það er ljóst að Steindi hefur mikla trú á sínum mönnum fyrir tímabilið í Bestu deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“