fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. mars 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle klúbburinn á Íslandi vekur athygli á því að það verður hittingur á Ölveri í dag fyrir stórleik liðsins gegn Liverpool í enska deildabikarnum.

Um er að ræða úrslitaleikinn sjálfan en flautað verður til leiks á Wembley klukkan 16:30.

Stuðningsmenn Newcastle hérlendis ætla að hittast um klukkan 13:00 á Ölveri og verður boðið upp á pöbb kviss, tónlistaratriði og fleira.

Formaður klúbbsins er eðlilega mjög spenntur fyrir viðureigninni en Newcastle spilaði síðast úrslitaleik árið 2023 og þá mættu tæplega 80 manns.

,,Ég er spenntur fyrir bæði viðburðinum og leiknum sjálfum. Síðast þegar við spiluðum úrslitaleik 2023 þá komu tæplega 80 manns og stemningin var mikil,“ segir formaður félagsins Kristinn Bjarnason.

,,Ég hvet alla stuðningsmenn Newcastle að mæta.“

Newcastle klúbburinn hér heima var endurvakinn árið 2023 og má nálgast heimasíðuna með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt