fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Orri Steinn nýr fyrirliði Íslands – Arnar tekur stóra ákvörðun og tekur bandið af eldri mönnum liðsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Steinn Óskarsson er nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins greindi frá þessu í dag.

Orri er framherji Real Sociedad og mun taka við bandinu af Aroni Einar Gunnarssyni sem hefur borið það í mörg ár.

Meira:
Svona er fyrsti landsliðshópur Arnars: Jóhann Berg ekki með – Aron Einar í hópnum en ekki Gylfi

Í fjarveru Arons hefur Jóhann Berg Guðmundsson verið fyrirliði.

„Það verður nýr fyrirliði í landsliðinu, Orri Steinn verður nýr fyrirliði,“ sagði Arnar á fundinum.

Hákon Arnar Haraldsson verður varafyrirliði liðsins.

„Aron er frábær karakter, Jói og Sverrir þurfa ekki fyrirliðabandið til að vera leiðtogar þessa hóps. Núna gefa þeir af sér og styðja okkar ungu nýju leiðtoga.“

„Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir,“ sagði Arnar um viðbrögð eldri manna en segir þá sýna þessu skilning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“

Lést á dögunum og fjölskyldan er með áhugaverða kenningu – „Hugsanlegt að það hafi dregið hann til dauða“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“