fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433

Palace fór illa með Villa – Góðir sigrar Brighton og Fulham

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 21:35

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni.

Wolves tók á móti Fulham og fór leikurinn fjöruglega af stað. Ryan Sessegnon kom gestunm yfir strax á 1. mínútu leiksins en Joao Gomes svaraði fyrir Úlfana á 18. mínútu. Staðan í hálfleik var jöfn.

Hún var það hins vegar ekki lengi í seinni hálfleik því snemma eftir hlé skoraði Rodrigo Muniz það sem reyndist vera sigurmark Fulham. Lundúnaliðið er í 9. sæti deildarinnar með 42 stig en Wolves er í 17. sæti með 22 stig.

Crystal Palace vann þá mjög öruggan sigur á Aston Villa í London. Ismaila Sarr sá til þess að Palace leiddi 1-0 í hálfleik en snemma í þeim seinni jafnaði Morgan Rogers fyrir Villa.

Þá tók Palace hins vegar öll völd og kom Jean-Philippe Mateta þeim yfir eftir tæpan klukkutíma leik áður en Sarr skoraði sitt annað mark. Eddie Nketiah innsiglaði svo 4-1 sigur í restina. Palace er í 12. sæti með 36 stig, 6 stigum á eftir Villa sem er í 10. sæti.

Loks vann Brighton sigur á Bournemouth í Suðurstandarslag. Joao Pedro kom heimamönnum yfir á 12. mínútu og leiddu þeir 1-0 í hálfleik. Justin Kluivert jafnaði leikinn eftir um klukkutíma áður en Danny Welbeck kom Brighton yfir á ný. Reyndist það sigurmarkið og lokatölur 2-1.

Bournemouth og Brighton eru hlið við hlið í 7. og 8. sæti deildarinnar með 43 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“