fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Carragher segir Liverpool þurfa að styrkja þrjár stöður þrátt fyrir frábært gengi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. febrúar 2025 08:18

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó Liverpool sé svo gott sem búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn í febrúar telur Jamie Carragher, goðsögn félagsins og sparkspekingur, að það þurfi að styrkja nokkrar stöður í sumar.

Þetta sagði hann á Sky Sports eftir 0-2 sigur Liverpool á Manchester City í gær. Liverpool er nú með 11 stiga forskot á Arsenal á toppi deildarinnar og um algjört draumatímabil að ræða hjá Arne Slot á hans fyrsta ári við stjórnvölinn.

„Slot mun þekkja þennan hóp mun betur á næstu leiktíð. Hann notar bara 14-15 leikmenn í raun og vera og það eru sennilega 4-5 sem eru ekki hans menn,“ sagði Carragher eftir leik.

„Þó liðið verði meistari þarf samt að styrkja þrjár stöður að mínu mati. Ég held að það þurfi vinstri bakvörð, sóknarsinnaðan miðjumann og framherja. Liverpool á peninginn og það væri spennandi,“ sagði hann enn fremur.

Framtíð lykilmanna Liverpool hefur verið í umræðunni þrátt fyrir frábært gengi liðsins. Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold eru allir að verða samningslausir í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fundaði einnig með Liverpool

Fundaði einnig með Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni
433Sport
Í gær

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin