fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Carragher segir Liverpool þurfa að styrkja þrjár stöður þrátt fyrir frábært gengi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. febrúar 2025 08:18

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó Liverpool sé svo gott sem búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn í febrúar telur Jamie Carragher, goðsögn félagsins og sparkspekingur, að það þurfi að styrkja nokkrar stöður í sumar.

Þetta sagði hann á Sky Sports eftir 0-2 sigur Liverpool á Manchester City í gær. Liverpool er nú með 11 stiga forskot á Arsenal á toppi deildarinnar og um algjört draumatímabil að ræða hjá Arne Slot á hans fyrsta ári við stjórnvölinn.

„Slot mun þekkja þennan hóp mun betur á næstu leiktíð. Hann notar bara 14-15 leikmenn í raun og vera og það eru sennilega 4-5 sem eru ekki hans menn,“ sagði Carragher eftir leik.

„Þó liðið verði meistari þarf samt að styrkja þrjár stöður að mínu mati. Ég held að það þurfi vinstri bakvörð, sóknarsinnaðan miðjumann og framherja. Liverpool á peninginn og það væri spennandi,“ sagði hann enn fremur.

Framtíð lykilmanna Liverpool hefur verið í umræðunni þrátt fyrir frábært gengi liðsins. Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold eru allir að verða samningslausir í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“