fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Guardiola sýnir enga miskunn og íhugar að losa átta stjörnur í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. febrúar 2025 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er til í að losa sig við átta reynslumikla leikmenn úr leikmannahópi sínum í sumar samkvæmt enska blaðinu Daily Star.

City er að eiga skelfilegt tímabil á sinn mælikvarða. Liðið er 17 stigum frá toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu nú þegar.

Guardiola vill stokka upp í leikmannahópnum og fékk hann til að mynda fjóra leikmenn til liðs við sig í janúar. Þá Omar Marmoush, Nico Gonzalez, Abdukodir Khusanov og Vitor Reis.

Allir á förum?

Munu þessir leikmenn fá aukið traust frá og með næsta tímabili og aðrir, sem hafa verið lengi hjá City og unnið fjölmarga titla, fá að flakka í staðinn.

Menn sem gætu farið eru Jack Grealish, Bernardo Silva, John Stone, Mateo Kovacic, Ilkay Gundogan og markvörðurinn Ederson. Þá er fastlega gert ráð fyrir að Kyle Walker verði endanlega seldur í sumar, en hann er í láni hjá AC Milan sem stendur.

Þá hafa nokkrir leikmenn verið orðaðir við City fyrir sumarið og má þar einna helst nefna Florian Wirtz, ungstirni Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar

Gæti orðið sætasta stelpan á ballinu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?