fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Leikmenn United sagðir að gefast upp á Amorim og hans hugmyndum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 14:30

Ruben Amorim, stjóri Manchester United.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð margir leikmenn Manchester United eru að missa trúna á Ruben Amorim stjóra félagsins. Ástæðan er leikkerfi og frammistaða liðsins.

Daily Mail fjallar um málið í ítarlegri grein. Segir að leikmenn styðji við Amorim en slæm úrslit fái menn til að hugsa.

United er í tómu tjóni og hefur Amorim mistekist að koma United af stað eftir að hann tók við í nóvember.

Gengi liðsins hefur versnað eftir að Amorim tók við og 3-4-3 kerfið sem hann spilar hefur engu skilað.

Leikmenn United eru á því samkvæmt Daily Mail að planið hjá þeim fyrir leiki sé ekki að virka og sigrar liðsins snúist um heppni og einstaklings gæði frekar en að planið sé að virka.

Ljóst er að Amorim þarf að ná að rétta skútuna við á næstu vikum, annars gæti ástandið orðið það slæmt að hann missi hreinlega starfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum