fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Arteta útskýrir undarleg meiðsli: ,,Vorum ekki að búast við þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. febrúar 2025 16:29

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur útskýrt hvernig Kai Havertz meiddist en hann verður frá út tímabilið eftir æfingaferð í Dúbaí.

Havertz meiddist á æfingu hjá Arsenal en hann var að reyna að verjast skoti eftir fast leikatriði sem varð til þess að hann sleit liðband.

Arteta staðfestir þetta sjálfur en Arsenal þarf nú að spila án lykilmanns næstu mánuðina.

,,Hann ætlaði að koma í veg fyrir skot og teygði sig fram sem varð til þess að hann fann til aftan í læri,“ sagði Arteta.

,,Við höfðum átt mjög góðan tíma í Dúbaí, við vorum að hlaða batteríin og vorum að æfa. Við vorum ekki að búast við meiðslum á þennan hátt.“

,,Þetta er mikið áfall fyrir okkur, augljóslega. Hann var að reyna að stöðva skot eftir fast leikatriði og fann til í lærinu í kjölfarið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona