fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433Sport

Þorri Mar riftir samningi sínum í Svíþjóð og gæti komið heim

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorri Mar Þórisson hefur rift samningi sínum við Öster. Þetta staðfestir hann í samtali við 433.is en hann og félagið komust að samkomulagi þess efnis.

Það var Smålandsposten sem sagði frá því í gær að Þorri væri að fara frá Öster og Fótbolti.net fjallaði svo um.

Er hann orðaður við KR, Stjörnuna, Val og KA nú þegar hann gæti komið heim.

Samkvæmt heimildum 433.is hafa nokkur erlend lið haft augastað á Þorra síðustu vikur en hann skoðar einnig kosti sína á Íslandi.

Þorri lék ellefu leiki með Öster á síðustu leiktíð þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild í Svíþjóð.

Bakvörðurinn knái ólst upp á Dalvík en lék með KA til ársins 2023 þegar hann hélt í atvinnumennsku, hann getur spilað bæði hægri og vinstri bakvörð.

Hann var nálægt því að ganga í raðir Vals fyrir tímabilið 2023 en var síðan seldur í atvinnumennsku nokkrum mánuðum síðar. Þorri er 25 ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hulk bætti met Neymar

Hulk bætti met Neymar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þurfti að sannfæra mömmu sína sem var reið eftir misheppnuð kaup – ,,Sagði við hann að þau ættu okkur ekki skilið“

Þurfti að sannfæra mömmu sína sem var reið eftir misheppnuð kaup – ,,Sagði við hann að þau ættu okkur ekki skilið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sá eftirsótti svarar stuttu fyrir stórleikinn í kvöld – ,,Ég vil ekki horfa lengra fram í tímann“

Sá eftirsótti svarar stuttu fyrir stórleikinn í kvöld – ,,Ég vil ekki horfa lengra fram í tímann“
433Sport
Í gær

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
433Sport
Í gær

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið