fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

433
Laugardaginn 8. febrúar 2025 19:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Það var komið inn á íslenska karlalandsliðið í þættinum, en Aron er spenntur fyrir framhaldinu nú þegar Arnar Gunnlaugsson er tekinn við.

„Ég er spenntur fyrir því. Það sem hann er búinn að gera með Víking undanfarin ár er frábært og fáheyrt,“ sagði Aron.

video
play-sharp-fill

„Það eru komnir rosalega margir ungir og efnilegir strákar. Við þurfum aðeins að einblína á varnarlínuna og finna okkar 4-6 menn þar sem spila alla leiki. Ég held að Arnar sé frábær í því að greina veikleika hjá fótboltamönnum, lágmarka þá og hámarka styrkleika.“

HM verður haldið á næsta ári í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Aron hefur trú á að Ísland verði með þar.

„Það er klárlega möguleiki. Það er alltaf verið að bæta við liðum þarna og virðist vera nóg að vinna 1-2 leiki til að komast á HM, það þurfa bara að vera réttu leikirnir. Við eigum meiri möguleika með Arnar en við höfðum áður.“

Aron er auðvitað fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna og þekkir því vel til knattspyrnumenningarinnar þar í landi. Hann telur að HM á næsta ári þar í landi verði alvöru sýning.

„Ég held þetta verði alveg vel ýkt. Ef það er einhver sem getur búið til sýningu er það Kaninn. Það er líka meðbyr með landsliðinu í Bandaríkjunum. Þeir eru búnir að vera ungir og efnilegir í nokkur ár. Það var horft á 8-10 ára vegferð með þessa stráka, að þeir myndu hámarka sína frammistöðu á HM 2026. Sem er auðvitað vel grillað, ef tveir slíta krossband er áætlunin farin. En ef það er einhver sem er spenntur fyrir þessu er það Kaninn og það væri auðvitað geðveikt ef Ísland verður með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hótanir Trump vegna HM næsta sumar vekja athygli – Talið ómögulegt að hann geti framkvæmt þetta

Hótanir Trump vegna HM næsta sumar vekja athygli – Talið ómögulegt að hann geti framkvæmt þetta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool að landa stærsta samningi sögunnar – Fara þá fram úr City og United

Liverpool að landa stærsta samningi sögunnar – Fara þá fram úr City og United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hetja gærdagsins sem kostaði milljarða í sumar vakti athygli hjá lággjaldaflugfélagi

Hetja gærdagsins sem kostaði milljarða í sumar vakti athygli hjá lággjaldaflugfélagi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
Hide picture