fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Endurtekning á því sem gerðist í Kópavoginum í fyrra?

433
Laugardaginn 1. febrúar 2025 14:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Gísli Bond Snorrason mætti til Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þátt Íþróttavikunnar á 433.is. Besta deild karla var í fyrirrúmi.

Víkingi mistókst að verja Íslandsmeistaratitil sinn á síðustu leiktíð, sem og bikarmeistaratitilinn. Liðið er þó komið alla leið í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur seldi þá lykilmann sinn Gísla Gottskálk Þórðarson til Lech Poznan í Póllandi á dögunum.

„Það er risastórt skarð að fylla. Hann var bara besti leikmaður deildarinnar, fáránlega góður. Ég held það verði samt ekki eitthvað rugl erfitt að fylla þetta skarð,“ sagði Sigurður.

video
play-sharp-fill

Umræðan snerist þá að þeim mönnum sem Víkingur hefur fengið í félagaskiptaglugganum.

„Eini sem er hægt að stóla á að verði góður er Daníel Hafsteinsson. Sveinn Margeir verður í stuttan tíma hérna. Stígur Diljan mun taka tíma, hann er 2006 módel. Atli Þór Jónasson er í baráttu við Helga Guðjónsson og Nikolaj Hansen,“ sagði Hrafnkell.

Þá urðu auðvitað þjálfaraskipti hjá Víkingi. Arnar Gunnlaugsson hefur yfirgefið félagið og er tekinn við sem landsliðsþjálfari. Aðstoðarmaður hans Sölvi Geir Ottesen er tekinn við í Víkinni.

„Það er fínt fyrir Sölva að hann er að koma að einhverju leyti pressulaus inn í þetta,“ sagði Sigurður.

Hrafnkell líkti þessu við þegar Halldór Árnason tók við Breiðabliki af Óskari Hrafni Þorvaldssyni, eftir að hafa verið aðstoðarmaður hans í mikilli velgengni í Kópavoginum.

„Þetta er eins og með Dóra Árna í fyrra. Það var enginn að tala hann (í samhengi við að verða Íslandsmeistari).“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjóðheitur Sævar verður ekki meira með – „Mér var brugðið“

Sjóðheitur Sævar verður ekki meira með – „Mér var brugðið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Miðasalan fer af stað á morgun

Miðasalan fer af stað á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Í gær

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Í gær

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
Hide picture