fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
433Sport

Er óvænt orðaður við Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal skoðar þann möguleika að fá Evan Ferguson á láni frá Brighton í félagaskiptaglugganum í þessum mánuði.

Blaðamaðurinn Ben Jacobs segir frá þessu og nefnir tvo aðra sem eru á blaði hjá Arsenal, sem er í framherjaleit fyrir seinni hluta tímabilsins.

Hinn tvítugi Ferguson var fyrir ekki svo löngu síðan talið gríðarlegt efni en hefur ekki tekist að fylgja eftir frábæru gengi frá því hann var að stíga sín fyrstu skref með Brighton á sínum tíma.

Brighton sér hann þó enn sem leikmann fyrir framtíðina en er opið fyrir því að lána hann í þessum mánuði. Arsenal, Leicester og West Ham hafa öll áhuga.

Arsenal getur þó ekki fengið fleiri leikmenn á láni innan úrvalsdeildarinnar sem stendur. Raheem Sterling er á láni frá Chelsea og markvörðurinn Neto frá Bournemouth. Skytturnar geta ekki rift samningi Sterling í janúar en það kemur hins vegar til greina með Neto, eða þá að kaupa hann alfarið. Neto hefur þó ekki enn spilað mínútu fyrir Arsenal.

Jacobs nefnir þá einnig hinn afar eftirsótta Benjamin Sesko hjá RB Leipzig sem möguleika fyrir Arsenal. Það er þó líklegra að hann fari í sumar

Einnig er Igor Jesus hjá Botafogo sagður möguleiki fyrir Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“

Rúnar Kristins: „Nú bý ég leigulaust í hausnum á þér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum

Miklar umræður sköpuðust um veðmál á stjórnarfundi í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Þungt högg í maga City
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali

Sonur Ronaldo stendur frammi fyrir athyglisverðu vali
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“

Kristján segir hann komast upp með allt of mikið hér á landi – „Mesti hrottinn“
433Sport
Í gær

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma

Fótbrotnaði í annað sinn á stuttum tíma
433Sport
Í gær

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“

Staðfestir símtal frá Real Madrid – ,,Ég vildi sýna traust“