fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

United komið í viðræður um danskan landsliðsmann

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. janúar 2025 11:04

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er á eftir Patrick Dorgu, tvítugum landsliðsmanni Danmerkur.

Um er að ræða vinstri bakvörð, sem einnig getur spilað úti á kanti, en United er einmitt í leit að manni sem getur spilað vinstri vængbakvarðastöðuna í kerfi Ruben Amorim.

Luke Shaw er oftar en ekki meiddur, Tyrell Malacia þykir ekki nógu góður og hefur Diogo Dalot verið að leysa stöðuna, þó ekki með frábærum árangri.

Dorgu er á mála hjá Lecce á Ítalíu og hefur heillað í Serie A í vetur. Er hann til að mynda kominn með þrjú mörk og eina stoðsendingu.

Viðræður milli United og Lecce standa yfir en ekkert er í höfn.

Dorgu er alinn upp hjá Nordsjælland í heimalandinu.

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar