Tveir leikmenn Barcelona eru sagðir hafa heimtað fund með stjóra liðsins, Þjóðverjanum Hansi Flick.
Marca á Spáni greinir frá en Flick á að hafa fengið skilaboð á meðan hann var á blaðamannafundi fyrir leik gegn Real Madrid í spænska Konungsbikarnum.
Raphinha og Ronald Araujo eru þeir leikmenn sem vilja funda með Flick en sá síðarnefndi er orðaður við brottför í janúarglugganum.
Raphina hefur verið einn besti leikmaður liðsins á þessu tímabili en hann er einnig á óskalista nokkurra liða í Evrópu.
Hvað leikmennirnir vildu funda um er ekki gefið upp eða hvort það tengist spilamennsku liðsins undanfarið eða þá möguleg félagaskipti í janúar.