fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Egill sér jákvæðu hliðarnar á óspennandi fréttum – „Ég verð laus – alveg samstundis“

433
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 08:30

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason fjölmiðlamaður virðist er ekki hrifinn af þeirri tilhugsun að Elon Musk kaupi Liverpool, en hann ku hafa áhuga á því.

Um helgina fóru af stað sögusagnir um að Elon hefði áhuga á að fjárfesta í Liverpool. Hann er nokkuð tengdur borginni, en amma hans er þaðan. Errol Musk, faðir hans, staðfesti síðar áhuga sonarins.

„Hann hefur sagst hafa áhuga á því. Það þýðir samt ekki að það gangi eftir,“ sagði Errol meðal annars um málið.

Meira
Faðir Elon Musk staðfestir óvænt tíðindi af syninum

Egill er stuðningsmaður Liverpool en tilhugsunin um að Musk eignist félagið finnst honum ekki mjög spennandi.

„Ég held með Liverpool. Það er eiginlega fáránlegt. Lið af þessu tagi eru í eigu auðmanna, þetta eru fyrirtæki, leikmennirnir sumir þéna meira á mánuði en við gerum flest á heilli ævi. Þeir eru málaliðar, ganga kaupum og sölum fyrir himinháar fjárhæðir – tryggð þeirra gagnvart félögunum er ekkert sérstök,“ segir Egill í pistli á Facebook.

„Ég fór að fylgjast með þessu og halda með Liverpool á ungum aldri. Kannski af því félagið var frá Bítlaborginni eða vegna þess að það spilaði Evrópuleik gegn KR nánast í árdaga boltans. Það voru dálítið aðrir tímar. En enn ræð ég ekki alveg við þetta – ég kætist þegar Liverpool vinnur, finnst leiðinlegt þegar liðið tapar, þótt ég vildi í raun að mér væri alveg sama. Mér finnst þetta heldur ekkert sérlega gaman.“

Kaupi Musk Liverpool sér Egill jákvæðu hliðarnar á því öllu saman.

„Ef Elon Musk kaupir Liverpool get ég hætt þessu. Ég verð laus – alveg samstundis,“ skrifar Egill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fer ekki framhjá fólki hvað er í vændum

Fer ekki framhjá fólki hvað er í vændum
433Sport
Í gær

David Beckham vakti athygli í gær með hendina í fatla – Sjáðu myndina

David Beckham vakti athygli í gær með hendina í fatla – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Hallgrímur skoðaði sjóðheita framherjann í gær – Að minnsta kosti fimm lið í Lengjudeildinni skoða málið

Hallgrímur skoðaði sjóðheita framherjann í gær – Að minnsta kosti fimm lið í Lengjudeildinni skoða málið