Julien Lopetegui hefur verið látinn fara fá West Ham eftir slakt gengi á leiktíðinni. Félagið staðfestir þetta.
Lopetegui tók við af David Moyes í sumar en West Ham er í 15. sæti deildarinnar. 4-1 tap gegn Manchester City virðist hafa verið síðasti nagli í kistu stjórans. West Ham hefur fengið á sig níu mörk í undanförnum tveimur leikjum.
Graham Potter, fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, þykir líklegastur til að taka við starfinu.
West Ham United can confirm that Head Coach Julen Lopetegui has today left the Club.
— West Ham United (@WestHam) January 8, 2025