fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Æsispennandi erkifjendaslag lauk með jafntefli á Anfield

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. janúar 2025 18:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklum spennuleik milli Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka. Niðurstaðan varð jafntefli eftir fjörugan leik.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, þar sem Liverpool var ívið sterkari aðilinn. Seinni hálfleikur var hins vegar afar líflegur.

Lisandro Martinez kom United yfir á 52. mínútu en lifði sú forysta aðeins í nokkrar mínútur því eftir tæpan klukkutíma leik jafnaði Cody Gakpo fyrir heimamenn.

Liverpool fékk víti á 70. mínútu og fór Mohamed Salah og skoraði. Einhverjir héldu að Liverpool tæki yfir leikinn í kjölfarið en United svaraði hins vegar með marki Amad Diallo tíu mínútum síðar.

Lokamínúturnar voru æsispennandi og reyndu bæði lið að sækja sigurinn. Fékk Harry Maguire til að mynda eitt besta færi leiksins í blálokin. Allt kom þó fyrir ekki og lokatölur 2-2 jafntefli.

Úrslitin þýða að Liverpool er áfram á toppi deildarinnar með 46 stig, 6 stigum á undan Arsenal og á einnig leik til góða.

Þrátt fyrir þetta sterka jafntefli er United í 13. sæti deildarinnar með 23 stig, mikið verk að vinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Í gær

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær