fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Ráða nýjan kokk eftir kvörtun frá leikmanni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. janúar 2025 09:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona ætlar að ráða nýjan kokk eftir kvörtun frá stjörnu liðsins. Spænski miðillinn Sport fjallar um málið.

Hansi Flick tók við Barcelona í sumar og lagði mikla áherslu á að bæta hluti utan vallar, svosem matarræði leikmanna.

Á dögunum kom hins vegar inn kvörtun frá framherjanum Robert Lewandowski um hvernig kokkur liðsins eldar mat sem er mikilvægur hluti af matarræði leikmanna, eins og egg sem dæmi.

Í kjölfarið á Flick að hafa beðið Barcelona um að ráða inn atvinnukokk úr hæsta gæðaflokki. Félagið brást fljótt við og hefur það tekið viðtöl við nokkra sem koma til greina.

Börsungar hófu tímabilið á Spáni vel en undanfarið hefur hallað undan fæti og er liðið nú í þriðja sæti La Liga með 38 stig, 3 stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, sem einnig á leik til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi