fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Hefja viðræður við United um leikmann liðsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus hefur hafið viðræður við Manchester United um Joshua Zirkzee samkvæmt honum virta ítalska blaðamanni Gianluca Di Marzio.

Zirkzee gekk í raðir United í sumar frá Bologna en hefur ekki staðið undir væntingum sem til hans voru gerðar. Hann er kominn með þrjú mörk en Ruben Amorim vill nýjan mann í framlínuna.

Hefur portúgalski stjórinn jafnframt tekið ákvörðun um að hann vilji ekki halda Zirkzee, samkvæmt Di Marzio. Má hann því fara í þessum mánuði á meðan félagaskiptaglugginn er opinn.

Juventus vill fá Zirkzee á láni í þessum mánuði. Stjóri liðsins er Thiago Motta, sem starfaði með Zirkzee hjá Bologna. United vill hins vegar fá inn fjármuni til að kaupa nýja leikmenn og vill því helst selja Zirkzee, eða þá að lána hann með þá tryggingu að Juventus kaupi hann næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona