Íslenska landsliðið tapaði 4-1 gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld en leikið var ytra, íslenska liðið lenti í tvígang undir.
Tyrkir komust yfir á annari mínútu leiksins þegar Jóhann Berg Guðmundsson tapaði boltanum á miðsvæðinu. Guðlaugur Victor Pálsson var svo sofandi í varnarleiknum og Kerem Akturkoglu setti knöttinn í netið.
Íslenska liðið jafnaði þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en Guðlaugur Victor stangaði þá knöttinn í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Berg.
Kerem Akturkoglu skoraði svo aftur í síðari hálfleik en aftur virkaði Guðlaugur Victor illa staðsettur og var skömmu síðar tekinn af velli. Það var svo undir restina sem Akturkoglu fullkomnaði þrennuna.
3-1 tap staðreynd en Ísland er með þrjú stig í riðlinum en Wales er með fjögur stig eftir sigur á Svartfjallaland í kvöld en Tyrkir eru einnig með fjögur stig.
Þjóðin ræddi málin á X-inu eins og sjá má hér að neðan
En ef Albert spilar í dulargervi?
— Halldór Halldórsson (@doridna) September 9, 2024
settu helvítis hljóðið á Jóhann!!
— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) September 9, 2024
íslands treyjan er eins og hvítu bolirnir minir eftir fyrsta þvottinn á 60 gráðum
— jeppakall 69 doperman rakki (@jeppakall69) September 9, 2024
Ég er að horfa hljóðlaust. “Sló þögn” eða “mátti heyra saumnál detta” þegar Gulli hamraði þennan inn? #SÓS
— Jói Skúli (@joiskuli10) September 9, 2024
Þessi Fazmo horn eru unplayable. Þessi útfærsla hét „Hallgrímur“
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) September 9, 2024
Michael Caine aura yfir coach Åge Hareide pic.twitter.com/YDLAwKxdLZ
— Hawk Football Artist (@hawk_attacks) September 9, 2024
SÖLVI GEIR JAFNAR LEIKINN!
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) September 9, 2024
Litla svifið á Gully!! Boom!
— Rikki G (@RikkiGje) September 9, 2024
Stefan Teitur okkar besti maður tvo leiki í röð #fotboltinet
— Sveinn Olafsson 🇮🇸 (@svenniola) September 9, 2024
Fálkaorðuna á Sölva Geir Ottosen í guðanna bænum #fotboltinet
— Viktor Birkisson (@vik72444377) September 9, 2024
Heilt yfir flott frammistaða i 43 mínútur. Karakter að koma til baka eftir eftir þessa blautu tusku í andlitið i byrjun leiks. Getum vel unnið þennan leik. Smá bras á Daníel Leó.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) September 9, 2024