Arsenal ætlar ekki að leyfa Jorginho að fara frá félaginu í vikunni en áhugi frá Tyrklandi hefur verið til umræðu.
Galatasaray er það lið sem hefur viljað kaupa miðjumanninn knáa frá Ítalíu.
Jorginho er 32 ára gamall en félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar á föstudag.
Jorginho verður líklega ekki í stóru hlutverki hjá Arsenal í ár en Mikel Arteta telur að hann hjálpi liðinu þegar mikið mun reyna á.
Jorginho lék áður hjá Chelsea en hefur reynst Arsenal ansi vel og fær ekki að fara neitt.