Athygli vekur á samfélagsmiðlum Liverpool í dag að félagið birtir þar áður óséð myndefni frá leik KR og Liverpool sem fram fór í Reykjavík.
Leikurinn fór fram árið 1964 þar sem Liverpool vann 5-0 sigur á KR.
Gordon Wallace sem var markaskorari hjá Liverpool á þessum tíma fékk að sjá þetta áður óséða efni áður.
„Ég hef beðið í sextíu ár eftir því að sjá þetta,“ segir Wallace í myndbandinu.
Hann dásamar Ísland og segir minninguna vera um að landið væri fallegt. Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Reykjavik, 1964 📍
Unseen footage of how our European story began, with memories from the man who scored our opener… 💭 pic.twitter.com/vpuM7u6Ita
— Liverpool FC (@LFC) September 17, 2024