Harry Maguire varnarmaður Manchester United fékk afsökunarbeiðni frá Roy Keane fyrrum fyrirliða liðsins á síðustu leiktíð. Keane segir frá þessu.
Keane er sérfræðingur hjá Sky Sports og hann taldi sig hafa farið yfir strikið í gagnrýni sinni á Maguire.
Maguire hefur mátt þola mikla gagnrýni síðustu ár og fannst Keane hafa gengið oft langt.
„Ég var of harður við Maguire þegar ég ræddi um hann innan vallar, við fjöllum um marga United leiki. Hann hefur átt í smá vandræðum en þá sérstaklega hjá United,“ sagði Keane.
„Við erum svo að ræða um andlega heilsu leikmanna, ég fór yfir strikið með Maguire. Ég gerði grín að honum, það er ekki fallegt.“
„Ég hef spilað leikinn, ég veit að þetta er erfitt. Ég er líka nógu stór til að sjá að mér, ég hitti Harry fyrir nokkrum mánuðum og bað hann afsökunar.“
„Stundum sem sérfræðinga þá gerum við mistök, ef maður fer að ráðast á persónuna þá er það of mikið.“