Jamal Musiala hefur hafnað nýju tilboði frá FC Bayern, fer hann fram á hærri laun en félagið hefur boðið honum.
Musiala er 21 árs gamall en hann fer fram á 300 þúsund pund á viku.
Manchester City hefur mikinn áhuga á því að kaupa þennan öfluga þýska landsliðsmann.
Musiala er með samning til 2026 en þýska félagið hefur áhuga á að semja við hann en vill ekki ganga að kröfum hans.
Hjá City horfa menn á það að Musiala taki við af Kevin de Bruyne sem sóknarsinnaður miðjumaður.