fbpx
Laugardagur 12.október 2024
433Sport

Óvíst með þátttöku Haaland um helgina vegna andláts vinar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. september 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola stjóri Manchester City mun taka stöðuna á Erling Haaland á morgun og sjá hvort hann sé í ástandi til að spila. Haaland er í sárum en einn hans nánasti vinur og starfsmaður hans, Ivar Eggja lést í vikunni.

Ivar glímdi við veikindi í skamma stund sem voru hans banamein. Ivar var nánasti starfsmaður Haaland fjölskyldunnar og sá um allt fyrir kappann.

„Þetta er erfitt fyrir hann, þetta eru sorglegar fréttir,“ segir Guardiola um stöðu Haaland fyrir leikinn gegn Nottingham Forest.

„Hugur okkar er hjá Haaland og fjölskyldu hans, við sjáum á morgun hvort hann sé í ástandi bæði líkamlega og andlega.“

Ivar flutti með Erling til Þýskalands þegar hann gekk í raðir Dortmund og sá um allt sem þurfti, sama gerðist þegar Erling fór til Manchester City.

Ivar var fæddur árið 1965 en hann var náinn vinur Alf-Inge Haaland sem er faðir Erling. Ólust þeir upp á sama stað í Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Margir fyrrum liðsfélagar í Flórída þar sem ástandið er víða skelfilegt – „Það er hræðilegt að horfa á þetta“

Margir fyrrum liðsfélagar í Flórída þar sem ástandið er víða skelfilegt – „Það er hræðilegt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

„Ég hef sjaldan séð leikmann passa betur inn í eitt lið“

„Ég hef sjaldan séð leikmann passa betur inn í eitt lið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu markið: Logi minnkaði muninn með laglegu skoti

Sjáðu markið: Logi minnkaði muninn með laglegu skoti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir landsliðsmenn í banni gegn Tyrkjum

Tveir landsliðsmenn í banni gegn Tyrkjum