fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Samkomulag um að leikmennirnir spili ekki á mánudag – Þarf að borga væna summu ef KR ákveður að gera það

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkomulag er á milli FH og KR um að leikmenn sem félögin skiptu á í liðinni viku spili ekki leik liðanna á mánudag. Þetta staðfestir Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH við 433.is

Samkomulagi er á þá leið að félögin þurfa að greiða verulegar upphæðir ef leikmennirnir spila leikinn á mánudag. Bannað er að setja ákvæði sem bannar leikmönnum að spila og hefur í mörg ár verið farið þá leið að setja inn upphæðir sem félögin vilja ekki borga fyrir einn leik.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Ástbjörn Þórðarson yfirgáfu FH og gengu í raðir KR en á sama tíma fór Kristján Flóki Finnbogason frá KR yfir í FH.

Það eru því yfirgnæfandi líkur á því að leikmennirnir spili ekki á mánudag en upphæðirnar í samkomulaginu eru slíkar að það myndi skipta nokkru máli fyrir reksturinn.

Gyrðir átti að vera í byrjunarliði KR gegn HK í gær en leiknum var frestað vegna þess að eitt mark í Kórnum var brotið. Ástbjörn var hins vegar ekki í leikmannahópi KR.

Kristján Flóki hefði ekki getað spilað leikinn á mánudag fyrir FH vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann en hann er á batavegi og ætti að vera klár í leik gegn Val viku síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna
433Sport
Í gær

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag
433Sport
Í gær

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“