Matthijs De Ligt varnarmaður FC Bayern er undir rannsókn lögreglu, hann er sakaður um að hafa keyrt á kyrrstæðan bíl og keyrt svo í burtu.
De Ligt á að hafa keyrt á bíl rétt við æfingasvæði Bayern þegar hann var á leið á æfingu á miðvikudag.
De Ligt á svo að hafa keyrt í burtu á bifreið sinni en vitni telja sig vita að þetta hafi verið De Ligt.
Lögreglan ákvað að taka Audi bifreið De Ligt og draga hann í burtu.
De Ligt er 24 ára gamall en hann er sterklega orðaður við Manchester United en félögin hafa ekki náð saman.