Stórlið Chelsea hefur í allt sumar reynt að losa sig við sóknarmanninn Romelu Lukaku en án árangurs.
Chelsea vill skiljanlega losna við Lukaku sem á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu og er á himinháum launum.
Fyrr í sumar var greint frá því að Lukaku væri búinn að ná samkomulagi við Napoli og einnig enska félagið Aston Villa.
Chelsea getur hins vegar ekki fengið þessi félög til að borga 38 milljónir punda sem er kaupákvæði í samningi leikmannsins og er hann því enn leikmaður liðsins.
Chelsea neitar að lækka þennan verðmiða en Lukaku er 31 árs gamall og spilaði með Roma á láni á síðustu leiktíð.
Ekkert félag í Evrópu er tilbúið að borga þessa upphæð í dag og er óljóst hvað verður um belgíska landsliðsmanninn.