David Ornstein blaðamaður hjá The Athletic segir að Newcastle sé byrjað í viðræðum við Crystal Palace um kaup á Marc Guehi.
Varnarmaðurinn knái sem er 24 ára gamall ólst upp hjá Chelsea en hefur spilað vel hjá Palace síðustu ár.
Enski landsliðsmaðurinn sem átti fast sæti í byrjunarliði Englands á Evrópumótinu hefur verið mikið orðaður við Liverpool
Mörg félög hafa áhuga á Guehi í sumar en Newcastle er fyrsta félagið sem fer í formlegar viðræður við Palace.
Newcastle vill styrkja vörn sína í sumar og telur félagið að Guehi henti fullkomlega til þess.