fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Settur í bann fyrir að reykja hippakrakk

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou stjóri Tottenham hefur sett Yves Bissouma í bann fyrir það að taka inn hippakrakk. Hann verður ekki með gegn Leicester á mánudag í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Bissouma er öflugur leikmaður Tottenham en hann segir þetta dómgreindarbrest. Notkun á hippakrakki er sögð mikil á meðal knattspyrnumanna og hefur verið ítrekað fjallað um það.

Hippakrakk er hláturgas sem tekið er inn og segja enskir miðlar að það geti hreinlega orðið til þess að fólk láti lífið.

Getty Images

Bissouma birti sjálfur myndir af sér að taka hippakrakk. „Hann verður ekki með á mánudag, við höfum sett hann í tímabundið bann,“ segir Postecoglou.

„Hann þarf að vinna traustið aftur, bæði hjá mér og öllum hópnum. Dyrnar eru opnar fyrir hann, við getum hjálpað honum að átta sig á því að svona ákvarðanir hafa áhrif á allan hópinn.“

Bissouma hefur beðist afsökunar á hegðun sinni. „Ég vil biðjast afsökunar, ég skil vel að þetta getur verið hættulegt. Ég axla ábyrgð sem fótboltamaður og vil vera fyrirmynd,“ segir Bissouma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins