Fjölmargir stuðningsmenn Tottenham eru afskaplega ósáttir við tilkynningu sem félagið gaf út í fyrradag.
Þar var rætt um æfingaleik félagsins sem fer fram í dagb en spilað er við þýska félagið Bayern Munchen í London.
Með Bayern spila tveir fyrrum leikmenn Tottenham, Harry Kane og Eric Dier, en sá fyrrnefndi er sá markahæsti í sögu enska liðsins.
Tottenham hefur ákveðið að heiðra þessa tvo leikmenn áður en flautað var til leiks sem fór illa í ansi marga.
Báðir leikmennirnir yfirgáfu Tottenham í fyrra en þeim tókst ekki að vinna Bundesliguna með Bayern á sínu fyrsta tímabili.
Þetta má sjá hér.
Saturday’s clash with FC Bayern at @SpursStadium sees the return of @HKane and @ericdier to N17 for the first time since their departures from the Club.
Ahead of the game, the pair will be presented with commemorative gifts on behalf of the Club by our Ambassador, @LedleyKing 🤍
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2024